Formkaka með súkkulaði 125 g smjör 125 g sykur 1 egg 250 g hveiti 2 tsk lyftiduft 1 ½ dl mjólk 1 dl súkkulaðibitar ½ tsk sítrónudropar Stillið ofninn á 175°C og yfir- og undirhita. Hrærið smjör og sykur saman með þeytara. Brjótið eggið í glas og blandið svo út í deigið. Setjið hveiti, lyftiduft, sítrónudropa og mjólk í skálina og blandið saman með sleif. Passið að hræra sem minnst eftir að hveitið er komið í skálina. Skerið niður súkkulaði og setjið í deigið. Blandið varlega saman. Smyrjið form og fyllið það að ⅔. Setjið formið á grind neðarlega í ofninn og bakið í 25-30 mínútur.
fyrir 2 2 brauðsneiðar 1 egg 1/2 dl mjólk Season all Smjör til steikingar Byrjið á að brjóta tvö egg í skál. Bætið mjólkinni út í og hrærið vel saman. Kryddið með smá season all og blandið saman. Veltið brauðsneiðunum upp úr eggjablöndunni. Hitið smjör á pönnu við miðlungsháan hita. Steikið brauðsneiðarnar á pönnu þar til þær eru gullinbrúnar. Berið fram með sósu, t.d. tómatsósu.
fyrir 2-3 ½ laukur 1 hvítlauksrif 1 gulrót ½ dós babymaís eða bambus ½ græn paprika 1 msk matarolía 200 g svínakjöt 1 tsk rautt karrýmauk 1 dós kókosmjólk 1 tsk sojasósa 4-5 dl vatn 2 dl hrísgrjón ½ tsk salt Setjið hrísgrjónin í pott ásamt vatni og salti og sjóðið þau í 20-40 mínútur (fer eftir því hvort hrísgrjónin eru brún eða hvít) á meðan rétturinn er eldaður. Saxið laukinn og hvítlaukinn. Skerið gulrótina í langa mjóa stafi og babymaísinn í tvennt langsum. Takið fræin úr paprikunni og skerið hana í mjóa strimla. Skerið svínakjötið í strimla. Setjið 1 msk af matarolíu í stóran pott og stillið helluna á meðalháan hita. Steikið laukinn og hvítlaukinn í pottinum í um 2 mínútur. Setjið svínakjötið út á pönnuna og steikið það þar til það er byrjað að brúnast (u.þ.b. 5 mín). Bætið karrýmaukinu út í pottinn og hrærið í lauknum. Setjið kókosmjólkina út í pottinn. Leyfið kókosmjólkinni að sjóða í um 5 mínútur áður en grænmetið...
Ummæli
Skrifa ummæli