Kjúklingasalat með beikoni og sweet chili
4 sneiðar beikon
1 kjúklingabringa
1 tsk kjúklingakrydd
1 msk matarolía eða smjör
½ poki blandað salat
1 rauð paprika
¼ hunangsmelóna
½ krukka fetaostur
graskersfræ
sósa
½ dl sweet chilisósa
safi úr ½ lime
- Skerið beikonið í litla bita og steikið á pönnu þar til það er orðið stökkt. Geymið til hliðar.
- Skerið kjúklingabringuna í mjóa strimla.
- Kryddið kjúklinginn og steikið á pönnu þar til kjúklingurinn er eldaður í gegn.
- Skerið paprikuna og melónuna í bita.
- Skolið blandaða salatið og setjið í stóra skál.
- Raðið paprikunni og melónunni ofan á og síðan kjúklingnum.
- Dreifið fetaosti, beikoni og graskersfræjum yfir.
- Blandið chilisósu og limesafa saman og dreifið yfir salatið.
Ummæli
Skrifa ummæli